Fótbolti

Fenerbahce hafði betur gegn Zenit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tyrkirnir fögnuðu í kvöld
Tyrkirnir fögnuðu í kvöld vísir/getty

Fenerbahce vann fyrsta leik 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar þegar liðið hafði betur gegn Zenit í Tyrklandi.

Islam Slimani, sem er á láni frá Leicester, kom heimamönnum yfir á 21. mínútu leiksins eftir sendingu Sadik Ciftpinar.

Áður en fyrri hálfleikurinn var úti fékk Zenit tækifæri til þess að jafna metin þegar vítaspyrna var dæmd á Fenerbahce. Robert Mak náði hins vegar ekki að skora úr spyrnunni og staðan því 1-0 í hálfleik.

Þannig enduðu leikar því ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og Fenerbahce fer því með eins marks forystu inn í seinni leikinn í Rússlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.