Kulnun í starfi vaxandi vandamál Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 20:00 Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum. Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þrjátíu til þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu vegna kulnunar í starfi hafa ekki snúið aftur á vinnumarkaðinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn í Svíþjóð og er unnin af íslenskum prófessor. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í íslensku þjóðfélagi og sést það einna helst í ásókn launþega í styrktarsjóði hjá stéttarfélögum á vinnumarkaði og vinnuslys opinberra starfsmanna fer fjölgandi. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar í Svíþjóð vinnur að rannsókn um kulnun í starfi og hefur í tæpan áratug fylgt eftir einstaklingum sem hafa leitað sér hjálpar vegna kulnunar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautborgar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem hún hefur unnið að um kulnun í starfi.Vísir/Sigurjón30-35% þeirra sem leitað sér hafa hjálpar vegna kulnunar hafa ekki snúið til baka „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg ræddi niðurstöður sínar á málþingi sem BSRB stóð fyrir í dag en streituvaldar í atvinnulífinu með áherslu á skilyrði á vinnustað, vinnuhópa og einstaklinga var til umfjöllunar auk orsakavalda og einkenni kulnunar ásamt úrræðum á sviði forvarna og meðferðar.Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi.Vísir/SigurjónKulnun viðurkennt vandamál hjá atvinnurekendum „Já, umræðan hefur verið mjög mikil og ég held að allir séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða til þess að reyna að fyrirbyggja þennan mikla vanda. Hins vegar eins og kom svo skýrt fram í erindi Ingibjargar í morgun að þá erum við kannski líka að skilgreina streitu sem kulnun og við verðum að varast að falla í þá gryfju," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Verkalýðsfélagið stóð fyrir málþingi um kulnun í starfi í dag.Vísir/Stöð 2Hvað hópur er líklegastur til þess að fá kulnun í starf? Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, þetta eru kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem eru að vinna innan félagsþjónustunnar," segir Ingibjörg.En er kulnun eitthvað nýtt í samfélaginu?„Þetta er ekkert nýtt,“ segir Ingibjörg að lokum.
Félagsmál Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn "Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 11:52