Innlent

Grunuð um að ráðast á gesti og starfsfólk

Birgir Olgeirsson skrifar
Var konan vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Var konan vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Vísir/Vilhelm

Ölvuð kona var handtekin við veitingahús í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt grunuð um að ráðast á gesti og starfsfólk veitingahússins. Neitaði konan aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Annars voru átta ökumenn stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.