Þyngist um tvö kíló á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2019 19:45 Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Vaxtarhraði kálfsins Draums á nýrri einangrunarstöð fyrir Aberdeen Angus holdagripi þykir einstakur því hann þyngist um tvö kíló á dag. Draumur sem er fimm mánaða vegur nú rúmlega þrjú hundruð kíló. Hér erum við að tala um einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Á stöðinni eru ellefu kýr sem Angus fósturvísar voru settar upp í og báru kýrnar kálfunum síðasta haust, tólf kálfar, ein var tvíkveld, sjö kvígur og fimm naut komu í heiminn. Kálfarnir eru nú í níu mánaða einangrun á stöðinni og dafna þar vel. Baldur Sveinsson bústjóri þarf að skipta um föt áður en hann fer inn til þeirra þar sem hann sér um að kálfarnir og kýrnar búi við gott atlæti. Kálfarnir eru vigtaðar á hálfs mánaðar fresti og þá sést hvað þeir þyngjast mikið. „Þeir eru að þyngjast um ríflega eitt og hálft kíló á dag að meðaltali yfir heilu línuna, sumir meira, Draumur allt upp í tvö kíló þegar best lætur. Þetta er alveg tvöfald á við það sem við þekkjum hjá íslensku kálfunum, þannig að ég held að við megum vera mjög sáttir við þessa þyngingu“, segir Baldur. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar, éta eins mikið hey og þeir vilja og þá fá þeir nánast ótakmarkað kjarnfóður. „Þetta eru miklir félagar mínir, það verð ég að segja. Þeir eru rólegir í umgengni, eru ekki að stanga mann eða hnippa í mann eins og þessir tuddar vilja gera oft þegar þeir stækka.“Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús HlynurEn hvað verður um kálfana þegar þeir hafa lokið sinni einangrun 4. júlí í sumar?„Þá má taka úr þeim sýni. Þegar það kemur í ljós að þeir eru alveg hreinir og lausir við alla sjúkdóma þá má fara að taka úr þeim sæði og það gerum við næsta haust. Síðan verður þessi sæði komið til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem mun sjá um dreifinguna á því. Þannig að það er næsta haust sem bændur munu fá erfðaefni úr þessum gripum til sín“, segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Sveinn segist að það sé mjög gaman að stússast í kringum Aberdeen Angus holdagripina. „Já, það er afskaplega ánægjulegt, það er ekki hægt að segja annað, það er verulega ánægjulegt“, segir Sveinn.Draumur sem þyngist um tvö kíló á dag.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira