Þyngdi dóm yfir manni vegna banaslyss á Öxnadalsheiði Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 10:50 Frá vettvangi slyssins. RNSA Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum. Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum.
Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira