Fótbolti

Neituðu að sýna leikinn í sjónvarpinu þar sem kona var að dæma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Augsburg biðla til Steinhaus í leiknum síðasta föstudag.
Leikmenn Augsburg biðla til Steinhaus í leiknum síðasta föstudag. vísir/getty
Ríkissjónvarpið í Íran er harðlega gagnrýnt í dag enda neitaði sjónvarpsstöðin að sýna frá leik í þýsku úrvalsdeildinni þar sem kona var að dæma.Til stóð að sýna leik Augsburg og FC Bayern síðasta föstudag en þegar í ljós kom að Bibiana Steinhaus átti að dæma leikinn var snarlega hætt við að sýna frá leiknum.Í Íran er það ekki til siðs að sýna konur í stuttbuxum í sjónvarpinu og því var hætt við útsendinguna. Áhorfendur í Íran misstu því af frábærum leik sem fór 3-2 fyrir Bayern.Íranska sjónvarpið hefur sýnt frá einum leik þar sem Steinhaus var að dæma og þá var brugðið á það ráð að sýna áhorfendur í hvert skipti sem hún kom á skjáinn. Það fór ekki vel í fólk og því þótti best að sleppa því alfarið að sýna leikinn núna.Steinhaus er fyrsta konan sem dæmir í þýsku úrvalsdeildinni og dæmdi sinn fyrsta leik í deildinni í september árið 2017.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.