Innlent

Telja TR geta greitt út samkvæmt nýrri reiknireglu strax

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Öryrkjabandalagið telur ekkert því til fyrirstöðu að Tryggingastofnun greiði örorkulífeyrisþegum út samkvæmt réttum útreikningi vegna búsetu, þegar í stað. Félagsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að hundruð örorkulífeyrisþega hafi verið hlunnfarnir um yfir hálfan milljarð króna þar sem röng aðferð hafi verið notuð við útreikning.

Vonast var til þess að það lægi fyrir í lok janúar hvernig staðið skildi að leiðréttingu en félagsmálaráðherra segir ljóst að ferlið muni taka lengri tíma. Ekki liggur formlega fyrir hversu langt aftur í tímann greiðslur verða leiðréttar en miðað er við fjögur ár.

„Þetta er ansi flókið. Það þarf handvirkt að hafa samband við hvern og einn þessara einstaklinga, síðan þarf að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem þeir hafa búið til þess að geta greitt þetta aftur í tímann. Það getur tekið langan tíma að fá slíkt þannig að Tryggingastofnun og ráðuneytið eru í raun bara að vinna að tímalínu og svona að geta gefið skýrari svör um málið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.


Tengdar fréttir

Gagnrýna að ekki eigi að leiðrétta skerðingar að fullu

Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×