Hægt að hindra þriðjung dauðsfalla af krabbameini Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2019 06:00 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins sem hefur herferð í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í fyrra létust tæplega 700 manns á Íslandi af völdum krabbameina. Krabbameinsfélagið telur að hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í tilefni þess að í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Vinnuvikan sem er að hefjast verður tileinkuð fræðslu tengdri krabbameinum og forvörnum gegn þeim. Þá hefst í dag þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim. Hefur Krabbameinsfélagið fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuldbinda sig til að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum. Þessi fyrirtæki munu miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi. Þá eru önnur fyrirtæki hvött til að skrá sig til leiks og verður boðið upp á fyrirlestra í fyrirtæki, ráðgjöf og fjölbreytt námskeið. Haft er eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að allir þurfi að vera meðvitaðir um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameinum. Fyrirtæki geti stutt við starfsmenn sína með því að auðvelda þeim að velja heilbrigða lifnaðarhætti og um leið unnið gegn krabbameinum. „Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein,“ segir Halla. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Í fyrra létust tæplega 700 manns á Íslandi af völdum krabbameina. Krabbameinsfélagið telur að hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í tilefni þess að í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Vinnuvikan sem er að hefjast verður tileinkuð fræðslu tengdri krabbameinum og forvörnum gegn þeim. Þá hefst í dag þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim. Hefur Krabbameinsfélagið fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuldbinda sig til að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum. Þessi fyrirtæki munu miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi. Þá eru önnur fyrirtæki hvött til að skrá sig til leiks og verður boðið upp á fyrirlestra í fyrirtæki, ráðgjöf og fjölbreytt námskeið. Haft er eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að allir þurfi að vera meðvitaðir um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameinum. Fyrirtæki geti stutt við starfsmenn sína með því að auðvelda þeim að velja heilbrigða lifnaðarhætti og um leið unnið gegn krabbameinum. „Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein,“ segir Halla.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum