Íbúar fórust þegar flugvél brotlenti á húsi í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 10:48 Húsið stóð í ljósum logum. Skjáskot/Twitter Fimm fórust þegar smáflugvél brotlenti á húsi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmaðurinn og fjórir íbúar hússins, tveir karlar og tvær konur, létu lífið. Talið er að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-samkvæmi þegar slysið varð. Húsið er í bænum Yorba Linda í sunnanverðri Kaliforníu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir fluttir slasaðir á sjúkrahús vegna slyssins. Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 414A, hafði verið skamman tíma í loftinu þegar hún hrapaði. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Joshua Nelson birti í gær sést hvernig húsið stendur í ljósum logum. Þá sjást skelfingu lostnir nágrannar virða fyrir sér hamfarirnar en brak úr flugvélinni er á víð og dreif um götuna. A plane crashed in my neighborhood MInutes who #yorbalinda #planecrash #abcnews #cnnnews #news pic.twitter.com/ApabRhrWfB— Joshua Nelson (@JoshuaRNelson) February 3, 2019 Haft er eftir Pokey Sanchez slökkviliðsstjóra á svæðinu að ekki sé vitað hvort fleiri hafi farist í slysinu en rústir hússins verða kembdar í leit að fórnarlömbum. Þá hefur CBS-fréttastofan eftir vitnum að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-veislu þegar flugvélin brotlenti á húsinu um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma. Nágrannar hinna látnu lýsa hryllilegri aðkomunni í viðtölum við héraðsmiðla. Hér að neðan má sjá viðtal fréttakonunnar Jasmine Viel við Laurie Stockstill en sú síðarnefnda kom að slysinu í gær. Laurie Stockstill describes the noise and debris from fiery plane crash falling onto her home #yorbalinda #Planecrash @CBSNews @CBSLA @tarawallis pic.twitter.com/VVl42E7bFp— JASMINE VIEL (@jasmineviel) February 3, 2019 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fimm fórust þegar smáflugvél brotlenti á húsi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmaðurinn og fjórir íbúar hússins, tveir karlar og tvær konur, létu lífið. Talið er að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-samkvæmi þegar slysið varð. Húsið er í bænum Yorba Linda í sunnanverðri Kaliforníu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir fluttir slasaðir á sjúkrahús vegna slyssins. Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 414A, hafði verið skamman tíma í loftinu þegar hún hrapaði. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Joshua Nelson birti í gær sést hvernig húsið stendur í ljósum logum. Þá sjást skelfingu lostnir nágrannar virða fyrir sér hamfarirnar en brak úr flugvélinni er á víð og dreif um götuna. A plane crashed in my neighborhood MInutes who #yorbalinda #planecrash #abcnews #cnnnews #news pic.twitter.com/ApabRhrWfB— Joshua Nelson (@JoshuaRNelson) February 3, 2019 Haft er eftir Pokey Sanchez slökkviliðsstjóra á svæðinu að ekki sé vitað hvort fleiri hafi farist í slysinu en rústir hússins verða kembdar í leit að fórnarlömbum. Þá hefur CBS-fréttastofan eftir vitnum að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-veislu þegar flugvélin brotlenti á húsinu um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma. Nágrannar hinna látnu lýsa hryllilegri aðkomunni í viðtölum við héraðsmiðla. Hér að neðan má sjá viðtal fréttakonunnar Jasmine Viel við Laurie Stockstill en sú síðarnefnda kom að slysinu í gær. Laurie Stockstill describes the noise and debris from fiery plane crash falling onto her home #yorbalinda #Planecrash @CBSNews @CBSLA @tarawallis pic.twitter.com/VVl42E7bFp— JASMINE VIEL (@jasmineviel) February 3, 2019
Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira