Innlent

Haukur breytti útliti sínu til að komast til Afrín-héraðs

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður Kveiks hélt á slóðir Hauks í Sýrlandi í haust.
Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður Kveiks hélt á slóðir Hauks í Sýrlandi í haust. Mynd/Eva Hauksdóttir
Haukur Hilmarsson, aðgerðarsinni sem barðist við hlið varnar-og frelsissveitum Kúrda YPG í Sýrlandi, þurfti að lita á sér hárið svart og andlitið dökkt til að komast yfir til Afrín-héraðs í Norðvestur Sýrlandi.

Talið er að Haukur hafi látið lífið í loftárás tyrkneska hersins í Afrín-héraði í febrúar fyrir ári.

Arnar Þórisson, dagskrárgerðamaður fréttarskýringarþáttarins Kveiks á RÚV, komst að þessu þegar hann hélt á slóðir Hauks í Sýrlandi í haust og ræddi við vini hans úr röðum YPG. Arnar hefur undir höndum myndband sem sýnir meðal annars hvernig Haukur breytti útliti sínu en hann var afar ljós yfirlitum.

Þetta gerði haukur til þess að komast til héraðsins í gegnum svæði undir yfirráðum stjórnarhers Assads Sýrlandsforseta og Rússa.

Arnar og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, voru til viðtals um Sýrlsandsferð Arnars í Kastljósi kvöldsins. Þrátt fyrir að það sé brot á Genfarsáttmálanum hafa Tyrkir ekki leyft neinum að sækja líkamsleifar hinna föllnu.


Tengdar fréttir

Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf

Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×