Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar 24. apríl 2018 14:41 Katrín Jakobsdóttir segir að unnið sé af heilindum í máli Hauks Hilmarssonar Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45