Kvenréttindafélag Íslands fær 10 milljóna styrk frá ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 14:42 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður stjórnar Kvenréttindafélgasins, undirrita samstarfssamning Stjórnarráðið Forsætisráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. Samningurinn gildir frá 15. febrúar 2019 til 15. febrúar 2020 og greiðir forsætisráðuneytið Kvenréttindafélaginu 10 milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til. Kveðið er á um að framkvæmd verkefna samkvæmt samningnum fari fram í nánu samráði við skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður stjórnar Kvenréttindafélagsins, undirrituðu samning þessa efnis. „Kvenréttindafélagið hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi í rúma öld. Við vitum að þekking er mikilvægasta tækið til að takast á við kynjakerfið og þess vegna skiptir miklu að rótgróið félag eins og Kvenréttindafélagið hafi tök á að sinna fræðslu- og upplýsingamálum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á vef stjórnarráðsins segir að meginmarkmið samningsins sé að efla fræðslu fyrir almenning um kynjajafnréttismál í samræmi við markmið laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt samningnum skuli Kvenréttindafélagið sinna árlegri útgáfu tímaritsins 19. júní, opnum fundum, útgáfu námsefnis um jafnréttismál á rafrænu formi eða prenti og með gerð upplýsingaefnis á íslensku og ensku til birtingar á vefsvæði félagsins. Auk almennrar fræðslu skal Kvenréttindafélagið m.a. standa að:Námskeiði fyrir konur, þar á meðal konur af erlendum uppruna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, og einnig um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, með það að markmiði að auka þátttöku allra kvenna í umræðu og starfi á opinberum vettvangi.Árlegum samráðsfundum með konum á Alþingi og í sveitarstjórnum um leiðir til að auka þátttöku kvenna og styrkja stöðu þeirra á vettvangi stjórnmálanna.Árlegum samráðsfundum með kennurum sem kenna kynja- og jafnréttisfræði á öllum skólastigum í því augnamiði að auka þekkingu og færni kennara á sviði jafnréttismála.Árlegu kynjaþingi frjálsra félagasamtaka á sviði jafnréttismála. Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Forsætisráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. Samningurinn gildir frá 15. febrúar 2019 til 15. febrúar 2020 og greiðir forsætisráðuneytið Kvenréttindafélaginu 10 milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til. Kveðið er á um að framkvæmd verkefna samkvæmt samningnum fari fram í nánu samráði við skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður stjórnar Kvenréttindafélagsins, undirrituðu samning þessa efnis. „Kvenréttindafélagið hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi í rúma öld. Við vitum að þekking er mikilvægasta tækið til að takast á við kynjakerfið og þess vegna skiptir miklu að rótgróið félag eins og Kvenréttindafélagið hafi tök á að sinna fræðslu- og upplýsingamálum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á vef stjórnarráðsins segir að meginmarkmið samningsins sé að efla fræðslu fyrir almenning um kynjajafnréttismál í samræmi við markmið laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt samningnum skuli Kvenréttindafélagið sinna árlegri útgáfu tímaritsins 19. júní, opnum fundum, útgáfu námsefnis um jafnréttismál á rafrænu formi eða prenti og með gerð upplýsingaefnis á íslensku og ensku til birtingar á vefsvæði félagsins. Auk almennrar fræðslu skal Kvenréttindafélagið m.a. standa að:Námskeiði fyrir konur, þar á meðal konur af erlendum uppruna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, og einnig um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, með það að markmiði að auka þátttöku allra kvenna í umræðu og starfi á opinberum vettvangi.Árlegum samráðsfundum með konum á Alþingi og í sveitarstjórnum um leiðir til að auka þátttöku kvenna og styrkja stöðu þeirra á vettvangi stjórnmálanna.Árlegum samráðsfundum með kennurum sem kenna kynja- og jafnréttisfræði á öllum skólastigum í því augnamiði að auka þekkingu og færni kennara á sviði jafnréttismála.Árlegu kynjaþingi frjálsra félagasamtaka á sviði jafnréttismála.
Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira