Loka landamærunum með gámum og olíubílum Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 22:52 Hraðbrautin milli kólumbísku borgarinnar Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. AP Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. Herinn hefur nú lokað landamærunum að Kólumbíu með því að koma gámum og olíubílum þar fyrir. Segja má að tveir forsetar séu nú starfandi í Venesúela – þeir Nicolas Maduro og Juan Guaidó. Maduro, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá 2013, hefur fyrirskipað hernum að loka landamærunum milli kólumbísku borginni Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn í landið um brúna sem tengir borgirnar tvær. Stjórnarandstæðingar hugðust flytja birgðir inn í landið fyrr í dag, en stjórnarhermenn gripu þá til þess ráðs að loka landamærunum eftir fyrirskipan Maduro. Guaidó, sem íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt sem lögmætan bráðabirgðaforseta Venesúela, segir að líf 300 þúsund íbúa Venesúela sé í hættu, takist ekki að koma hjálpargögnum til landsins.EPAMatvæði og lyf Reuters greindi frá því í gær að bandarísk yfirvöld hafi ætlað sér að senda matvæli og lyf til Venesúela, en Maduro hefur ítrekað sakað þau um að aðgerðin sé einungis liður í því að komast yfir olíuauðlindir Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar og eftirlitsaðilar sögðu þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela og hefur hann sagt að markmið hans sé að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. Herinn hefur nú lokað landamærunum að Kólumbíu með því að koma gámum og olíubílum þar fyrir. Segja má að tveir forsetar séu nú starfandi í Venesúela – þeir Nicolas Maduro og Juan Guaidó. Maduro, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá 2013, hefur fyrirskipað hernum að loka landamærunum milli kólumbísku borginni Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn í landið um brúna sem tengir borgirnar tvær. Stjórnarandstæðingar hugðust flytja birgðir inn í landið fyrr í dag, en stjórnarhermenn gripu þá til þess ráðs að loka landamærunum eftir fyrirskipan Maduro. Guaidó, sem íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt sem lögmætan bráðabirgðaforseta Venesúela, segir að líf 300 þúsund íbúa Venesúela sé í hættu, takist ekki að koma hjálpargögnum til landsins.EPAMatvæði og lyf Reuters greindi frá því í gær að bandarísk yfirvöld hafi ætlað sér að senda matvæli og lyf til Venesúela, en Maduro hefur ítrekað sakað þau um að aðgerðin sé einungis liður í því að komast yfir olíuauðlindir Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar og eftirlitsaðilar sögðu þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela og hefur hann sagt að markmið hans sé að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent