Hyggjast hópfjármagna hof eftir framúrkeyrslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Ásatrúarfélaginu var úthlutuð lóð í Öskjuhlíð árið 2006 en tíu árum síðar hófust framkvæmdir. Svona var staðan í fyrradag. Fréttablaðið/Anton Brink Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira