Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannsaka málið og lögreglu hefur verið gert viðvart. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig segjum við frá hælisleitanda sem reyndi að skaða sig í dag frammi fyrir fjölda vegfarenda á Miklubraut en sérsveit ríkislögreglustjóra tókst að bjarga manninum og koma undir læknishendur.

Við fjöllum um formennskuna í umhverfis- og samgöngunefnd, um stjórnkerfisbreytingar í borgarráði sem samþykktar voru í dag til að koma í veg fyrir að mál á borð við Braggamálið geti komið upp og segjum frá því að tveir af hverjum þremur landsmönnum spila tölvuleiki samkvæmt nýrri könnun Gallup.

Þetta og margt fleira í fjölbreyttum og þéttum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×