Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 23:49 Er leitarsvæðið í Skaftafelli stórt að sögn björgunarsveitarmanna. Loftmyndir Konan sem leitað er að í Skaftafelli er erlend og á sextugs aldri. Hún var á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið áður en hún varð viðskila við hópinn um miðjan dag. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er enn verið að bæta í leitarhópa og verður leitað fram á nótt. Áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni að konunni. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld og var komin á vettvang um klukkustund síðar. Áhöfn þyrlunnar hefur því verið við leit í kvöld en þyrlunni var flogið til Hafnar til að sækja eldsneyti og sneri svo aftur á leitarsvæðið. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að 27 björgunarsveitarhópar, sem telji um 100 manns, taki þátt í aðgerðum. Var kallað eftir auka mannskap frá björgunarsveitum í Árnessýslu í vestri til Vopnafjarðar í austri. Flestir björgunarsveitarmanna fara um á fæti en auk annarra tækja er reynt að nota hitamyndavél. Þá verða einhverjir björgunarsveitarmenn með leitarhunda með sér og dróna. Á ellefta tímanum í kvöld var ákveðið að kalla út björgunarsveitarfólk af höfuðborgarsvæðinu en á þriðja hundrað manns tekur þátt í aðgerðinni. Fyrr í kvöld tókst að miða út síma konunnar sem gaf einhverjar vísbendingar um för hennar en svæðið sem þarf að leita á er afar stórt. Að sögn Davíðs var konan ágætlega búin fyrir gönguferð í þjóðgarðinum en spáð er versnandi veðri á svæðinu í nótt. Áætlar björgunarsveitarfólk að leita fram eftir nóttu en áherslur í leit gætu breyst ef veðrið versnar til muna. Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli Ekkert hefur spurst til konunnar síðan um miðjan daginn. 7. febrúar 2019 20:11 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Konan sem leitað er að í Skaftafelli er erlend og á sextugs aldri. Hún var á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið áður en hún varð viðskila við hópinn um miðjan dag. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er enn verið að bæta í leitarhópa og verður leitað fram á nótt. Áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni að konunni. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld og var komin á vettvang um klukkustund síðar. Áhöfn þyrlunnar hefur því verið við leit í kvöld en þyrlunni var flogið til Hafnar til að sækja eldsneyti og sneri svo aftur á leitarsvæðið. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að 27 björgunarsveitarhópar, sem telji um 100 manns, taki þátt í aðgerðum. Var kallað eftir auka mannskap frá björgunarsveitum í Árnessýslu í vestri til Vopnafjarðar í austri. Flestir björgunarsveitarmanna fara um á fæti en auk annarra tækja er reynt að nota hitamyndavél. Þá verða einhverjir björgunarsveitarmenn með leitarhunda með sér og dróna. Á ellefta tímanum í kvöld var ákveðið að kalla út björgunarsveitarfólk af höfuðborgarsvæðinu en á þriðja hundrað manns tekur þátt í aðgerðinni. Fyrr í kvöld tókst að miða út síma konunnar sem gaf einhverjar vísbendingar um för hennar en svæðið sem þarf að leita á er afar stórt. Að sögn Davíðs var konan ágætlega búin fyrir gönguferð í þjóðgarðinum en spáð er versnandi veðri á svæðinu í nótt. Áætlar björgunarsveitarfólk að leita fram eftir nóttu en áherslur í leit gætu breyst ef veðrið versnar til muna.
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli Ekkert hefur spurst til konunnar síðan um miðjan daginn. 7. febrúar 2019 20:11 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23
Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09
Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli Ekkert hefur spurst til konunnar síðan um miðjan daginn. 7. febrúar 2019 20:11