Innlent

Stormur suðaustanlands í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður hvasst í dag.
Það verður hvasst í dag. Vísir/vilhelm

Allhvöss norðanátt er í kortunum í dag en búist er við stormi suðaustantil á landinu. Þurrt og bjart verður sunnan heiða en annars snjókoma eða él, einkum á Norðaustur- og Austurlandi. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig. Á morgun er svo gert ráð fyrir heldur hægari vindi og búist er við að lægi á sunnudag. Þá verður víða léttskýjað og talsvert frost.

Strax á mánudag gengur í með vaxandi suðaustanátt. Þá verður slydda eða snjókoma og síðar rigning en úrkomulítið norðaustanlands. Veður fer hlýnandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Norðaustan 10-18 m/s og él, en þurrt og bjart veður á S- og SV-landi. Dregur úr vindi um kvöldið. Frost 0 til 8 stig. 

Á sunnudag:
Hæg N-læg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en skýjað NA-lands. Talsvert frost. 

Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu, en þurrt að kalla NA-lands. Hlýnandi veður. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, hiti 0 til 5 stig. 

Á fimmtudag:
Suðlæg átt og él S- og V-lands, hiti nálægt frostmarki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.