Merkingar flugelda í molum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 10:37 Sex birgjar sem eru ráðandi á flugeldamarkaði voru til skoðunar. Vísir/vilhelm Engir skoteldar af þeim 25 sem voru skoðaðir í eftirliti Umhverfisstofnunar milli jóla og nýárs reyndust merktir með fullnægjandi hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að vegna sprengihættu sem stafar af skoteldum beri að merkja þá með hættumerkinu „Sprengifimt“ í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda. Þá skulu á umbúðum þeirra vera staðlaðar hættu- og varnaðarsetningar á íslensku sem lýsa eðli hættunnar og einnig skal leiðbeint um örugga notkun, geymslu og förgun. Sömuleiðis er krafa um að viðvörunarorð á íslensku komi fram á umbúðunum, annað hvort „Varúð“ eða „Hætta“ og lýsir hið síðarnefnda alvarlegri hættueiginleikum. „Í úrtaki eftirlits Umhverfisstofnunar lentu 25 mismunandi skoteldar frá þeim 6 birgjum sem eru ráðandi á markaði hér á landi. Hættumerkingum á skoteldum er augljóslega mjög ábótavant þar sem engin vara af þessum 25 í úrtakinu uppfyllti kröfur á fullnægjandi hátt. Hvorki voru íslenskar né erlendar merkingar á 13 vörum (52%). Merkingar voru aðeins á erlendu tungumáli á 4 vörum (16%) og 8 vörur báru ófullnægjandi merkingar á íslensku.“ Söluaðilum hafi verið leiðbeint um réttar merkingar og gefinn þriggja vikna frestur til að senda stofnuninni afrit af fullgildri merkingu varanna. Jafnframt var gerð krafa um að allar vörur yrðu rétt merktar á næsta sölutímabili, þ.e. áramótin 2019-2020. Áformar stofnunin að fylgja því eftir með öðru eftirliti. Um merkingar skotelda gilda líka ákvæði reglugerðar nr. 414/2017 um skotelda, þar sem Neytendastofu er falið að vera með eftirlit, en hún tekur einnig til atriða er varða markaðssetningu, samsetningu, öryggi og meðferð á þessum vörum. Flugeldar Neytendur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Engir skoteldar af þeim 25 sem voru skoðaðir í eftirliti Umhverfisstofnunar milli jóla og nýárs reyndust merktir með fullnægjandi hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að vegna sprengihættu sem stafar af skoteldum beri að merkja þá með hættumerkinu „Sprengifimt“ í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablanda. Þá skulu á umbúðum þeirra vera staðlaðar hættu- og varnaðarsetningar á íslensku sem lýsa eðli hættunnar og einnig skal leiðbeint um örugga notkun, geymslu og förgun. Sömuleiðis er krafa um að viðvörunarorð á íslensku komi fram á umbúðunum, annað hvort „Varúð“ eða „Hætta“ og lýsir hið síðarnefnda alvarlegri hættueiginleikum. „Í úrtaki eftirlits Umhverfisstofnunar lentu 25 mismunandi skoteldar frá þeim 6 birgjum sem eru ráðandi á markaði hér á landi. Hættumerkingum á skoteldum er augljóslega mjög ábótavant þar sem engin vara af þessum 25 í úrtakinu uppfyllti kröfur á fullnægjandi hátt. Hvorki voru íslenskar né erlendar merkingar á 13 vörum (52%). Merkingar voru aðeins á erlendu tungumáli á 4 vörum (16%) og 8 vörur báru ófullnægjandi merkingar á íslensku.“ Söluaðilum hafi verið leiðbeint um réttar merkingar og gefinn þriggja vikna frestur til að senda stofnuninni afrit af fullgildri merkingu varanna. Jafnframt var gerð krafa um að allar vörur yrðu rétt merktar á næsta sölutímabili, þ.e. áramótin 2019-2020. Áformar stofnunin að fylgja því eftir með öðru eftirliti. Um merkingar skotelda gilda líka ákvæði reglugerðar nr. 414/2017 um skotelda, þar sem Neytendastofu er falið að vera með eftirlit, en hún tekur einnig til atriða er varða markaðssetningu, samsetningu, öryggi og meðferð á þessum vörum.
Flugeldar Neytendur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði