Fótbolti

Bayern minnkaði forskot Dortmund

Dagur Lárusson skrifar
Lewandoski fagnar.
Lewandoski fagnar. vísir/getty

Bayern München unnu 3-1 sigur á Schalke í þýsku deildinni í dag þar sem Lewandowski og Serge Gnabry voru á skotskónum.
 
Fyrir leikinn í dag vissu liðsmenn Bayern eflaust að topplið Dortmund hafði misstigið sig gegn Hoffenheim og því möguleiki á að saxa á forskot þeirra.
 
Liðsmenn Bayern náðu forystunni strax á 11. mínútu þegar Jeffrey Bruma varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það tók Schalke þó ekki langan tíma að jafna en það gerði Ahmed Kutucu á 25. mínútu.
 
Aftur tók það hinsvegar hitt liðið ekki langan tíma að svara fyrir markið því Robert Lewandowski skoraði aðeins tveimur mínútum seinna.
 
Í seinni hálfleiknum var aðeins eitt mark skorað og var það fyrrum Arsenal leikmaðurinn, Serge Gnabry sem skoraði það og lokastaðan 3-1. Eftir leikinn er Bayern fimm stigum á eftir Dortmund í fyrsta sætinu.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.