Fótbolti

Bayern minnkaði forskot Dortmund

Dagur Lárusson skrifar
Lewandoski fagnar.
Lewandoski fagnar. vísir/getty
Bayern München unnu 3-1 sigur á Schalke í þýsku deildinni í dag þar sem Lewandowski og Serge Gnabry voru á skotskónum.

 

Fyrir leikinn í dag vissu liðsmenn Bayern eflaust að topplið Dortmund hafði misstigið sig gegn Hoffenheim og því möguleiki á að saxa á forskot þeirra.

 

Liðsmenn Bayern náðu forystunni strax á 11. mínútu þegar Jeffrey Bruma varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það tók Schalke þó ekki langan tíma að jafna en það gerði Ahmed Kutucu á 25. mínútu.

 

Aftur tók það hinsvegar hitt liðið ekki langan tíma að svara fyrir markið því Robert Lewandowski skoraði aðeins tveimur mínútum seinna.

 

Í seinni hálfleiknum var aðeins eitt mark skorað og var það fyrrum Arsenal leikmaðurinn, Serge Gnabry sem skoraði það og lokastaðan 3-1. Eftir leikinn er Bayern fimm stigum á eftir Dortmund í fyrsta sætinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×