Innlent

Krafa á Björgólf fyrir Hæstarétt

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Kristján Loftsson.
Kristján Loftsson. Fréttablaðið/Anton Brink
Hæstiréttur mun fjalla um ágreining Kristjáns Loftssonar í Hval og Björgólfs Thors Björgólfssonar um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun.

Landsréttur staðfesti fyrir nokkru dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson var sýknaður af 600 milljóna króna bótakröfu félaganna Venusar og Vogunar sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir.

Kröfurnar voru settar fram á þeim grunni að Samson hefði átt það stóran hlut í Landsbankanum að félaginu hefði verið skylt að bjóðast til að kaupa aðra hluthafa bankans út.

Landsréttur taldi kröfur félagana fyrndar en Hæstiréttur samþykkti málskotsbeiðni þeirra í gær á þeim grundvelli að dómur um fyrningu krafna um skaðabætur utan samninga hefði almennt gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×