Stunguáverkar sjaldgæfari hér á landi en í löndunum í kring Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Tómas Guðbjartsson yfirlæknir stýrði rannsókninni. Vísir/vilhelm „Þegar við erum búin að leiðrétta fyrir auknum mannfjölda á þessu tímabili kemur í ljós að alvarlegum stunguáverkum hefur ekki fjölgað marktækt. Þeir eru líka sjaldgæfir hér miðað við nágrannalönd. Það er mjög jákvætt,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á Landspítala. Tómas stýrði rannsókninni sem nær til tímabilsins frá 2000-2015 ásamt Brynjólfi Mogensen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar komu mér að sumu leyti þægilega á óvart þótt það sé auðvitað áhyggjuefni að fimmtán hafi látist áður en þeir komust á sjúkrahús. Ég held ég geti mælt fyrir munn okkar allra að við vissum ekki hvernig þetta myndi líta út þegar við fórum af stað,“ segir Tómas. Af þeim 73 einstaklingum sem rannsóknin náði til létust aðeins þrír eftir komu á sjúkrahús. „Það er árangur sem ég held að við öll sem erum í teymunum sem koma að meðferðinni getum verið ánægð með. Flestir læknarnir hafa til dæmis lokið sérstöku námskeiði í meðferð alvarlega slasaðra. Við getum ekki sannað með þessum niðurstöðum að árangurinn sé út af því en teymin eru að virka vel.“ Grein sem byggir á rannsókninni fékkst nýlega birt í alþjóðlegu fagriti um bráðalækningar en aðalhöfundur greinarinnar er Una Jóhannesdóttir deildarlæknir. Tómas segir það einstakt að slík rannsókn sé gerð á heilli þjóð. „Það er styrkur rannsóknarinnar og gerir það að verkum að við fáum hana birta. Við erum með litla rannsóknarstofu sem er allt þýðið á Íslandi. Við náum í hvert einasta tilfelli og getum fylgt öllum sjúklingum eftir.“ Tómas segir að á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans hafi árangur af bráðaaðgerðum vegna skot- og hnífaáverka verið rannsakaður. „Svona mál hafa verið svolítið í fréttum en við Brynjólfur vildum vita hvort það hefði orðið raunveruleg aukning á þessum áverkum eða hvort þessi mál fái meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Það er erfitt að átta sig á því jafnvel þótt maður sé læknir og starfi á gólfinu.“ Meðalaldur sjúklinganna 73 sem lagðir voru inn með alvarlega stunguáverka var tæp 33 ár og voru karlar um 90 prósent þeirra. 47 af sjúklingunum eða rúm 64 prósent þurftu að gangast undir aðgerð en fjórtán sjúklingar töldust vera með lífshættulega áverka. Algengast var að stunguáverkar væru á brjóstholi, kviðarholi og efri útlimum. Langflestir áverkarnir komu til vegna árásar eða í 70 tilfellum en í þremur tilfellum var um sjálfsskaða að ræða. Meirihluti árása eða um 55 prósent átti sér stað í heimahúsi, tæpur þriðjungur úti á götu, rúm átta prósent á skemmtistöðum og um fjögur prósent á vinnustað Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
„Þegar við erum búin að leiðrétta fyrir auknum mannfjölda á þessu tímabili kemur í ljós að alvarlegum stunguáverkum hefur ekki fjölgað marktækt. Þeir eru líka sjaldgæfir hér miðað við nágrannalönd. Það er mjög jákvætt,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á Landspítala. Tómas stýrði rannsókninni sem nær til tímabilsins frá 2000-2015 ásamt Brynjólfi Mogensen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar komu mér að sumu leyti þægilega á óvart þótt það sé auðvitað áhyggjuefni að fimmtán hafi látist áður en þeir komust á sjúkrahús. Ég held ég geti mælt fyrir munn okkar allra að við vissum ekki hvernig þetta myndi líta út þegar við fórum af stað,“ segir Tómas. Af þeim 73 einstaklingum sem rannsóknin náði til létust aðeins þrír eftir komu á sjúkrahús. „Það er árangur sem ég held að við öll sem erum í teymunum sem koma að meðferðinni getum verið ánægð með. Flestir læknarnir hafa til dæmis lokið sérstöku námskeiði í meðferð alvarlega slasaðra. Við getum ekki sannað með þessum niðurstöðum að árangurinn sé út af því en teymin eru að virka vel.“ Grein sem byggir á rannsókninni fékkst nýlega birt í alþjóðlegu fagriti um bráðalækningar en aðalhöfundur greinarinnar er Una Jóhannesdóttir deildarlæknir. Tómas segir það einstakt að slík rannsókn sé gerð á heilli þjóð. „Það er styrkur rannsóknarinnar og gerir það að verkum að við fáum hana birta. Við erum með litla rannsóknarstofu sem er allt þýðið á Íslandi. Við náum í hvert einasta tilfelli og getum fylgt öllum sjúklingum eftir.“ Tómas segir að á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans hafi árangur af bráðaaðgerðum vegna skot- og hnífaáverka verið rannsakaður. „Svona mál hafa verið svolítið í fréttum en við Brynjólfur vildum vita hvort það hefði orðið raunveruleg aukning á þessum áverkum eða hvort þessi mál fái meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Það er erfitt að átta sig á því jafnvel þótt maður sé læknir og starfi á gólfinu.“ Meðalaldur sjúklinganna 73 sem lagðir voru inn með alvarlega stunguáverka var tæp 33 ár og voru karlar um 90 prósent þeirra. 47 af sjúklingunum eða rúm 64 prósent þurftu að gangast undir aðgerð en fjórtán sjúklingar töldust vera með lífshættulega áverka. Algengast var að stunguáverkar væru á brjóstholi, kviðarholi og efri útlimum. Langflestir áverkarnir komu til vegna árásar eða í 70 tilfellum en í þremur tilfellum var um sjálfsskaða að ræða. Meirihluti árása eða um 55 prósent átti sér stað í heimahúsi, tæpur þriðjungur úti á götu, rúm átta prósent á skemmtistöðum og um fjögur prósent á vinnustað
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira