Allt að sex vikna bið eftir sjúkraþjálfun Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 15:00 Talsmaður sjúkraþjálfara telur að nýlegar breytingar á greiðslufyrirkomulagi vegna sjúkraþjálfunar muni ekki hafa neinn sparnað í för með sér. Getty/laindiapiaroa Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum. Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum.
Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira