Vísar fullyrðingum um fjárskort á bug Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. janúar 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/ernir Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira