Fótbolti

Usain Bolt segir að fótboltadraumurinn sé dáinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Getty/Mike Hewitt

Usain Bolt er hættur eltingarleik sínum við atvinnumannasamning hjá fótboltaliði. „Þetta var gaman á meðan því stóð,“ lét Usain Bolt hafa eftir sér.

Usain Bolt er einn fremsti íþróttamaður sögunnar en þó ekki fyrir afrek sín inn á fótboltavellinum heldur fyrir það að vera fljótasti maður sögunnar.

Usain Bolt vann alls átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaragull frá 2008 til 2016 og á enn heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupi. Usain Bolt setti hlaupaskóna uppá hillu eftir HM 2017 og fór að elta fótboltadrauminn.

Usain Bolt fór á reynslu hjá nokkrum félögum víðs vegar um heiminn og skoraði meðal annars tvisvar sinnum í æfingarleik með ástralska félaginu Central Coast Mariners. Samingarn náðu hins vegar ekki á milli Central Coast Mariners og Bolt.

„Þetta var góð reynsla fyrir mig. Ég naut þess að vera hluti af liði og þetta var mjög ólíkt frjálsum íþróttum,“ sagði Usain Bolt við ESPN.

Meðal félaga sem fengu fljótasta mann sögunnar á æfingar hjá sér voru norska félagið Stromsgodset og þýska félagið Borussia Dortmund. Bolt er mikill Manchester United maður en komst þó aldrei á reynslu þar.

„Ég er bara að gera marga mismunandi hluti nú þegar íþróttalífið er að baki. Ég er kominn í margskonar viðskipti og það er margt á dagskránni hjá mér. Ég er að prófa mig áfram og er að reyna að verða viðskiptamaður núna,“ sagði hinn 32 ára gamli Usain Bolt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.