Innlent

Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Reykhólum.
Frá Reykhólum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Þar með var staðfest ákvörðun fyrri hreppsnefndar frá því í mars í fyrra, sem einnig samþykkti Teigsskógarleiðina.

Þetta þýðir að stefnubreyting virðist hafa orðið innan hreppsnefndarinnar síðustu daga en talið var að meirihluti hefði myndast fyrir R-leiðinni um Reykhólasveit. Þannig hafði meirihluti skipulags, - hafnar- og húsnæðisnefndar hreppsins samþykkt fyrir ellefu dögum að leggja til að leið R yrði sett inn á aðalskipulag.

Hreppsnefndin lá undir miklum þrýstingi að velja Teigsskógarleiðina, sem er fullfjármögnuð á samgönguáætlun. Ráðamenn annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum óttuðust að ákvörðun um aðra leið gæti þýtt margra ára töf á uppbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þá höfðu bæði Vegagerðin og samgönguráðherra komið því á framfæri að óvissa ríkti um fjármögnun R-leiðar.


Tengdar fréttir

Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg

Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf.

Teigsskógur varð fyrir valinu

Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.