Innlent

Reykhólahreppur valdi ÞH-leið um Teigsskóg

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Reykhólum.
Frá Reykhólum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sem lauk nú á þriðja tímanum að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Það var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Þar með var staðfest ákvörðun fyrri hreppsnefndar frá því í mars í fyrra, sem einnig samþykkti Teigsskógarleiðina.Þetta þýðir að stefnubreyting virðist hafa orðið innan hreppsnefndarinnar síðustu daga en talið var að meirihluti hefði myndast fyrir R-leiðinni um Reykhólasveit. Þannig hafði meirihluti skipulags, - hafnar- og húsnæðisnefndar hreppsins samþykkt fyrir ellefu dögum að leggja til að leið R yrði sett inn á aðalskipulag.Hreppsnefndin lá undir miklum þrýstingi að velja Teigsskógarleiðina, sem er fullfjármögnuð á samgönguáætlun. Ráðamenn annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum óttuðust að ákvörðun um aðra leið gæti þýtt margra ára töf á uppbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þá höfðu bæði Vegagerðin og samgönguráðherra komið því á framfæri að óvissa ríkti um fjármögnun R-leiðar.


Tengdar fréttir

Teigsskógur varð fyrir valinu

Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins.

Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg

Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.