Innlent

Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs

Birgir Olgeirsson skrifar
Dagur B. Eggertssonm borgarstjóri.
Dagur B. Eggertssonm borgarstjóri. Vísir/Vilhelm
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir svari við því hver samskipti Dags B. Eggertssonar borgarstjóra voru við Hrólf Jónsson, skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar vegna Braggamálsins. Fulltrúarnir lögðu fram þessa fyrirspurn á fundi borgarráðs í gær en þeir vildu einnig fá að vita hver samskipti Stefáns Eiríkssonar borgarritara voru við Hrólf vegna málsins.Vitnuðu borgarráðsfulltrúarnir í skýrslu Innri endurskoðunar um Braggamálið þar sem var komið inn á að skrifstofa Hrólfs heyrði undir borgarritara og að borgarstjóri sé hans yfirmaður. Þrátt fyrir það hafði borgarritari lítil afskipti af skrifstofu Hrólfs sem sótti sín mál fram hjá borgarritara og til borgarstjóra.„Í ljósi þess er spurt hvort Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hafi aldrei rætt við borgarstjóra um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 á þeim fjölmörgu fundum sem ljóst er að hann hafi átt með borgarstjóra eftir að borgarstjóri undirritaði leigusamninginn við HR/Grunnstoð í september 2015,“ segir í fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.