Mikilvægt að horfast í augu við tölvuleikjafíkn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2019 15:30 Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic verða í spjalli á Stöð 2 í kvöld. Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims Rafíþróttir Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira
Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims
Rafíþróttir Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Sjá meira