Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 18:26 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, mætti á sinn fyrsta þingfund frá því að Klaustursmálið kom upp í gær. Vísir/Vilhelm Dagblaðið DV fullyrðir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hafi farið með ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þegar hann hélt því fram að muna ekkert eftir atburðum á barnum Klaustri í nóvember. Blaðið birtir upptöku af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist ítrekað muna eftir kvöldinu. Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi fullyrti Gunnar Bragi að hann hefði fallið í óminni um leið og hann kom inn á Klaustur þar sem upptökur náðust af honum og nokkrum öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur. Minnisleysið hafi varað í 36 klukkustundir. „Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“.Það hefur ekki komið fyrir mig áður,“ sagði Gunnar Bragi á Hringbraut. DV og Stundin sögðu fyrst frá Klaustursupptökunum á sínum tíma. Fyrrnefnda blaðið birti nú í kvöld aftur hluta af upptöku af viðtali sem blaðamaður þess tók við Gunnar Braga þegar hann var fyrst spurður út í ummælin á Klaustri. Þar sagðist Gunnar Bragi endurtekið muna eftir því sem þingmennirnir ræddu. „Ég man bara að það flaug allur fjandinn þarna en þetta var mjög skemmtilegt hins vegar,“ sagði Gunnar Bragi við blaðamann DV í nóvember. Gunnar Bragi svaraði ekki strax þegar Vísir reyndi að ná tali af honum nú í kvöld. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Dagblaðið DV fullyrðir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hafi farið með ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þegar hann hélt því fram að muna ekkert eftir atburðum á barnum Klaustri í nóvember. Blaðið birtir upptöku af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist ítrekað muna eftir kvöldinu. Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi fullyrti Gunnar Bragi að hann hefði fallið í óminni um leið og hann kom inn á Klaustur þar sem upptökur náðust af honum og nokkrum öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur. Minnisleysið hafi varað í 36 klukkustundir. „Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“.Það hefur ekki komið fyrir mig áður,“ sagði Gunnar Bragi á Hringbraut. DV og Stundin sögðu fyrst frá Klaustursupptökunum á sínum tíma. Fyrrnefnda blaðið birti nú í kvöld aftur hluta af upptöku af viðtali sem blaðamaður þess tók við Gunnar Braga þegar hann var fyrst spurður út í ummælin á Klaustri. Þar sagðist Gunnar Bragi endurtekið muna eftir því sem þingmennirnir ræddu. „Ég man bara að það flaug allur fjandinn þarna en þetta var mjög skemmtilegt hins vegar,“ sagði Gunnar Bragi við blaðamann DV í nóvember. Gunnar Bragi svaraði ekki strax þegar Vísir reyndi að ná tali af honum nú í kvöld.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Segist hafa fallið í 36 klukkustunda óminni þegar hann fór inn á Klaustur Fyrrverandi utanríkisráðherra heldur því fram að hann hafi lent í algeru minnisleysi frá því að hann kom inn á barinn Klaustur og í einn og hálfan sólahring á eftir. 24. janúar 2019 18:04
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13