Álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2019 19:00 Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg. Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Arslan er formaður Dómarafélags Tyrklands. Er hann nú á meðal fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta en alls hafa 2.500 dómarar verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016. Skúli Magnússon héraðsdómari og Murat Arslan þekkjast í gegnum Alþjóðasamtök dómara. „Það sem stingur við þetta mál er að við vitum mjög lítið hvaða sakir voru bornar á Murat Arslan. Við vitum ekki á hverju dómurinn grundvallaðist. Við vitum, samkvæmt sjónarvottum, að dómararnir íhuguðu málið í þrjár mínútur áður en þeir kváðu upp þennan tíu ára fangelsisdóm,“ segir Skúli sem hefur unnið með Arslan. „Ég þekki þennan mann persónulega, hef hitt hann og unnið með honum og á afskaplega erfitt með að trúa að hann hafi tekið þátt í þessari tilraun til valdaráns í Tyrklandi sumarið 2016.“ Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir þetta talsvert áhyggjuefni. Enda sé það álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands. „Við höfum það frá fyrstu hendi frá kollegum okkar í Evrópu að þeir hætti sér ekki þangað (til Tyrklands). Alþjóðasamtök dómara hafa verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök og einstakir meðlimir þeirra samtaka líka. Það er eitt af því sem við báðum ráðherra um að kanna. Hvernig okkar högum, íslensku dómaranna, er háttað verandi aðilar að þessum samtökum og virkir stuðningsmenn tyrkneskra dómara,“ segir Ingibjörg.
Tyrkland Tengdar fréttir Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. 25. janúar 2019 12:15