Fótbolti

Alfreð spilaði í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð í leik með Augsburg.
Alfreð í leik með Augsburg. vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Augsburg þegar liðið heimsótti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leikurinn var markalaus þegar Alfreð var skipt af velli á 73.mínútu en heimamenn reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum 2-0 sigur með mörkum Oscar Wendt og Patrick Herrmann.

Alfreð og félagar aðeins einu stigi frá fallsvæðinu og heil sex stig upp í næsta sæti fyrir ofan.

Á sama tíma styrkti Borussia Dortmund stöðu sína á toppi deildarinnar með 5-1 sigri á Hannover en Bayern Munchen mætir Stuttgart á morgun og getur þá minnkað forskot Dortmund niður í sex stig með sigri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×