Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 16:56 Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira