Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að tillögur muni liggja fyrir á allra næstu dögum um það hvernig milda megi höggið vegna hagræðingarkröfu á hendur Hafrannsóknastofnunar. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi gagnrýna 300 milljón króna niðurskurðarkröfu harðlega. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig fjöllum við áfram um mannránið í Noregi og tillögur starfshóps um klukkuna.

Við heyrum í skoskum skipulagsfræðingi sem furðar sig á hve lítið hafi gerst í vindorkumálum á landinu síðustu ár og við heyrum í eiganda Ernis sem segir félagið glíma við lausafjárskort.

Þetta og margt fleira í stútfullum kvöldfréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×