Fótbolti

Börsungar töpuðu óvænt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi var fjarverandi í liði Börsunga og munaði um minna
Messi var fjarverandi í liði Börsunga og munaði um minna Vísir/Getty

Philippe Coutinho skoraði mikilvægt útivallarmark í óvæntu tapi Barcelona í fyrri leik liðsins við Levante í 8-liða úrslitum spænski bikarkeppninnar.

Erick Cabaco kom Levante yfir strax á fjórðu mínútu áður en Borja Mayoral tvöfaldaði forystu heimamanna á 18. mínútu

Börsungar voru mikið meira með boltann í leiknum en náðu þó ekki að koma til baka fyrr en undir lok leiksins þegar Moses Simon felldi leikmann Barcelona í teignum og vítapsyrna var dæmd.

Coutinho fór á punktinn og skoraði af öryggi. Leiknum lauk því með 2-1 sigri Levante.

Liðin mætast öðru sinni að viku liðinni á Nou Camp og þarf Barcelona að vinna upp eins marks forystu Levante.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.