Erlent

Losaði sig við köttinn í pósti

Andri Eysteinsson skrifar
Hér má sjá kött af sömu tegund og kötturinn sem var póstlagður. Þessi er þó á kattarsýningu í Bishkek í Kirgistan.
Hér má sjá kött af sömu tegund og kötturinn sem var póstlagður. Þessi er þó á kattarsýningu í Bishkek í Kirgistan. EPA/Igor Kovalenko
33 ára gamall karlmaður frá Taívan hefur verið sektaður um 60.000 taívanska dali (235.000kr) fyrir að hafa sent kött í pósti í kattaathvarf í Banciao héraði Taívan og þar með brotið á dýraverndunarlöggjöf Taívan. Karlmaðurinn, sem ber eftirnafnið Yang, var einnig sektaður um 30.000 dali fyrir brot á sóttvarnarlögum þar sem að kötturinn hafði ekki verið bólusettur. BBC greinir frá.

Yfirvöld höfðu upp á Yang með upptökum úr öryggismyndavélum og með aðstoð póstþjónustunnar. Yang kvaðst hafa ákveðið að senda köttinn frá sér af því að hann hafði ekki tíma til að sinna honum. Kötturinn sem er af tegundinni Scottish Fold, hafði átt erfitt með hreyfingar og höfðu tilraunir Yang til að bæta úr meiðslum kattarins, á borð við nálastungumeðferð og ýmsar jurtameðferðir ekki borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×