Erlent

Skutu táragasi á kennara

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Um 2.000 kennarar mótmæltu í miðborg Aþenu í gær, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu slagorð gegn frumvarpi menntamálaráðuneytisins sem ráðuneytið tekur nú við umsögnum um. Frumvarpið snýst um breytingar á því hvernig starfsmenn eru ráðnir.
Um 2.000 kennarar mótmæltu í miðborg Aþenu í gær, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu slagorð gegn frumvarpi menntamálaráðuneytisins sem ráðuneytið tekur nú við umsögnum um. Frumvarpið snýst um breytingar á því hvernig starfsmenn eru ráðnir. Vísir/AP

Um 2.000 kennarar mótmæltu í miðborg Aþenu í gær, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu slagorð gegn frumvarpi menntamálaráðuneytisins sem ráðuneytið tekur nú við umsögnum um. Frumvarpið snýst um breytingar á því hvernig starfsmenn eru ráðnir.

Að því er Reuters greindi frá varpaði gríska lögreglan táragasi á mótmælendur í von um að tvístra skaranum. Flestir mótmælenda eru sagðir viðriðnir kommúnistasamtökin PAME. Þá urðu einnig átök á milli lögreglu og hóps mótmælenda sem reyndi að komast inn í skrifstofuhúsnæði forsætisráðuneytisins.

Stéttarfélög kennara hafa haldið því fram að skólar í landinu séu undirmannaðir. Því kröfðust mótmælendur þess að stöðugildum yrði fjölgað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.