Innlent

Sveitarstjóri í Súðavík segir upp störfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pétur Georg Markan, fráfarandi sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Pétur Georg Markan, fráfarandi sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Stöð 2

Pétur Georg Markan hefur sagt upp starfi sínu sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. Hann tilkynnti ákvörðun sína á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps í gær en mun vinna út þriggja mánaða uppsagnarfrest að ósk sveitarstjórnar. 

Bæjarins besta á Ísafirði greindi frá í gær og segir Pétur í samtali við miðilinn að ástæðan sé breytingar í fjölskyldunni sem kölluðu á búsetubreytingar.  Starfið verður auglýst og munu oddviti og sveitarstjóri leita til ráðningarstofu og undirbúa auglýsingu.

Pétur hefur verið sveitarstjóri síðan sumarið 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.