Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 22:00 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira