Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2019 13:00 Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Braggamálið Skipulag Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Braggamálið Skipulag Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira