Tíu menn Vieira héldu út gegn Henry Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. janúar 2019 20:06 Þrátt fyrir að vera manni fleiri hálfan leikinn náðu leikmenn Mónakó ekki að sækja sigur vísir/getty Tíu menn Nice misnotuðu vítaspyrnu sem hefði séð þá taka sigurinn gegn Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fyrrum samherjarnir hjá Arsenal, Patrick Vieira og Thierry Henry, mættust á hliðarlínunni. Það voru gestirnir frá Nice undir stjórn Vieira sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Youssef Ait Bennasser gaf boltann klaufalega frá sér á miðjunni. Allan Saint-Maximin komst í boltann, keyrði upp að markinu og kláraði framhjá Diego Benaglio í marki Mónakó. Á síðustu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks var Ihsan Sacko sendur í sturtu með rautt spjald eftir aðkomu myndbandsdómara. Boltinn skoppaði í grasinu á milli Sacko og Benjamin Henrichs. Sacko reynir að taka boltann, nær honum ekki heldur fer beint með takkana í sköflunginn á Henrichs. Strax á 49. mínútu nýttu leikmenn sér liðsmuninn þegar Benoit Badiashile jafnaði metinn með skalla eftir hornspyrnu. Markvörður Nice Walter Benitez náði að skófla boltanum út úr markinu en marklínutæknin dæmdi boltann inni. Á 77. mínútu dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á Mónakó. Myndbandsdómarinn var ekki alveg viss, þeir horfðu á atvikið og héldu sér við dóminn. Youcef Atal fór þó frekar auðveldlega niður undir pressu frá Badiashile og því var það kannski ákveðið jafnrétti að Benaglio hafi varið vítaspyrnuna frá Saint-Maximin. Mónakó var hársbreidd frá því að taka stigin þrjú þegar Radamel Falcao átti gott skot að marki en Benitez varði skotið í stöngina og út. Fleiri urðu tækifærin ekki og jafntefli niðurstaðan. Fótbolti Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Tíu menn Nice misnotuðu vítaspyrnu sem hefði séð þá taka sigurinn gegn Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fyrrum samherjarnir hjá Arsenal, Patrick Vieira og Thierry Henry, mættust á hliðarlínunni. Það voru gestirnir frá Nice undir stjórn Vieira sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Youssef Ait Bennasser gaf boltann klaufalega frá sér á miðjunni. Allan Saint-Maximin komst í boltann, keyrði upp að markinu og kláraði framhjá Diego Benaglio í marki Mónakó. Á síðustu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks var Ihsan Sacko sendur í sturtu með rautt spjald eftir aðkomu myndbandsdómara. Boltinn skoppaði í grasinu á milli Sacko og Benjamin Henrichs. Sacko reynir að taka boltann, nær honum ekki heldur fer beint með takkana í sköflunginn á Henrichs. Strax á 49. mínútu nýttu leikmenn sér liðsmuninn þegar Benoit Badiashile jafnaði metinn með skalla eftir hornspyrnu. Markvörður Nice Walter Benitez náði að skófla boltanum út úr markinu en marklínutæknin dæmdi boltann inni. Á 77. mínútu dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á Mónakó. Myndbandsdómarinn var ekki alveg viss, þeir horfðu á atvikið og héldu sér við dóminn. Youcef Atal fór þó frekar auðveldlega niður undir pressu frá Badiashile og því var það kannski ákveðið jafnrétti að Benaglio hafi varið vítaspyrnuna frá Saint-Maximin. Mónakó var hársbreidd frá því að taka stigin þrjú þegar Radamel Falcao átti gott skot að marki en Benitez varði skotið í stöngina og út. Fleiri urðu tækifærin ekki og jafntefli niðurstaðan.
Fótbolti Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira