Ekki séð aðrar eins óspektir á skólaballi í langan tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 10:36 Lögregla ætlar að funda með skólayfirvöldum í Kópavogi eftir helgi. FBL/Heiða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“ Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal. Alls voru málin fimm sem þurfti að sinna, þar af tvær líkamsárásir og önnur mál sem sneru að ölvun og óspektum. Um var að ræða svokallaða Myrkramessu: 101 Rave þar sem margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar hjá ungu kynslóðinni tróðu upp. Má þar nefna Birni, Flóna, Sturlu Atlas, Joey Christ, Young Karin, Loga Pedro auk DJ 101 Savage og DJ Young Nazareth. „Allt tóbak og rafrettur verður gert upptækt, ölvun ógildir miðann. Muna eftir skilríkjum, tökum ekki við strætókortum,“ sagði í auglýsingu nemendafélagsins fyrir viðburðinn.Auglýsing fyrir viðburðinn.Nemendafélag MKFjölmennt var á viðburðinum en Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að leyfi hafi verið fyrir eitt þúsund manns á skemmtuninni. Uppselt var á viðburðinn svo reikna má með að fjöldi gesta hafi verið í kringum eitt þúsund.Samkvæmt dagskrá stóð skemmtunin yfir frá klukkan 22 til eitt en miðaverð var 3700 krónur fyrir nemendur við MK en 4200 fyrir aðra. „Þetta er uppákoma sem við höfum ekki séð mjög lengi á skólaböllum,“ segir Kristján Ólafur. Í mörg ár hafi svona skemmtanir meira og minna gengið vel fyrir sig. Því hafi það komið lögreglu á óvart hvað gekk á í gærkvöldi. Tvö ungmenni voru handtekin og í framhaldinu komið til foreldra sem að sóttu þau. Enginn slasaðist alvarlega. Kristján Ólafur segir að til standi að funda með yfirvöldum viðkomandi skóla eftir helgi. „Það er mikilvægt að komast til botns í því af hverju þetta fór svona.“
Börn og uppeldi Kópavogur Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Fimm lögreglumál vegna einnar skemmtunar í Árbæ Alls komu 25 mál inn á borð lögreglu í nótt. 18. janúar 2019 08:15