Óásættanlegt að tugir farist í umferðinni á ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2019 13:09 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tók til máls á Vöfflukaffi Framsóknarmanna í Árborg. Vísir/Magnus Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála. Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það þyngra en tárum taki að sjá að það séu tuttugu til þrjátíu einstaklingar sem farist í bílslysum á hverjum ári. Slíkt sé óásættanlegt. Sigurður Ingi vill fyrst og fremst beita sér að umferðaröryggismálum þegar samgöngumál séu annars vegar. Sigurður Ingi var gestur í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum í Árborg í gær. Ráðherrann kom víða við í máli sínu og svaraði fjölmörgum spurningum sem var beint til hans. Umferðaröryggismál eru ofarlega í huga Sigurðar Inga. „Áhersla mín sem samgönguráðherra er sú að leggja ofuráherslu á umferðaröryggi. Mér finnst það vera þyngra en tárum taki að sjá að það eru tuttugu eða þrjátíu einstaklingar sem að farist í bílslysum á hverju ári. Mér finnst það óásættanlegt. Við höfum náð þeim árangri á sjónum. Á síðustu tveimur árum dó enginn. Fyrir fimmtíu árum hefði það talist ótrúlegt, þar sem það var algengt að við töpuðum tugum manna á sjó,“ sagði ráðherrann.Hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna Sigurður Ingi hrósaði Slysavarnaskóla sjómanna og þeim góða árangri sem hann hefur náð, og vill sjá samskonar árangur í umferðinni. „Við verðum einfaldlega að setja okkur – og nú verð ég að sletta – „zero tolerance“. Núll þolinmæði fyrir því að menn deyi í umferð. Væri það dálítið bratt af mér að segja það núna? Já, það er það. Það mun taka einhver ár. Fimm, tíu ár þangað til að við getum farið að sjá til þess enda, að við komumst þangað. Ef við náum á næstu fimm árum, sex árum, að taka þessar meginleiðir, inn og út úr Reykjavík, hérna austur fyrir Selfoss, upp í Borgarnes og inn í Leifsstöð, aðskilja akstursstefnurnar þangað, gætum við væntanlega lækkað þennan kostnað, úr fimmtíu, sextíu milljörðum á ári niður í 25 til þrjátíu. Ávinningurinn væri tuttugu, 25 milljarðar á ári,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála.
Árborg Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira