Eldsupptök í Eddufelli enn til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 00:00 Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök Vísir/JóhannK Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
„Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46
Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27
Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27
Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44