Innlent

Slökkvistarfi lokið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hefur fengið vettvanginn afhentann.
Lögregla hefur fengið vettvanginn afhentann. Vísir/Jói K.
Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti þar sem eldur kom upp fyrr í kvöld. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra.

Vatnsskemmdir urðu á einni íbúð enda þurfti að nota töluvert magn af vatni til að slökkva eldinn sem læsti sig í klæðningu á húsinu. Íbúar, sem þurftu að yfirgefa íbúðir sínar vegna eldsins, eru nú að snúa aftur til síns heima og skoða aðstæður ásamt lögreglu, tryggingarfélagi og fulltrúa Heimavalla, sem á húsið.

Fyrir utan vatnskemmdirnirar er nokkuð ljóst að eitthvað tjón varð á húsinu enda þurftu slökkviliðsmenn að rífa flísar og klæðningu til þess að ganga úr skugga um að eldurinn hefði verið slökktur.


Tengdar fréttir

Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað

Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf.

Eldur í Eddufelli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×