Lífið

Fastagestur í Curb Your Enthusiasm er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Bob Einstein og Larry David.
Bob Einstein og Larry David. Getty

Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Einstein er látinn, 76 ára að aldri. Einstein er þekktastur fyrir að hafa persónuna Super Dave Osborne, áhættuleikarann bjartsýna sem birtist reglulega í eigin þáttum og helstu spjallþáttunum í bandarísku sjónvarpi.

Einstein var einnig reglulegur gestur í þáttum Larry David, Curb Your Enthusiasm, þar sem hann fór með hlutverk Marty Funkhouser sem átti, líkt og flestar persónur þáttanna, í mjög sérstöku sambandi við persónu Larry David.

David minntist Einstein í gær og sagðist aldrei hafa séð leikara elska að fara með hlutverk sitt meira en Einstein að túlka Funkhouser.

Einstein fór einnig með hlutverk í myndinni Ocean‘s Thirteen og þáttunum Arrested Development.

Bandarískir fjölmiðlar greindu nýverið frá því að Einstein hafi greinst með krabbamein.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.