Segir erfitt að eiga við hálku við Gullfoss og Geysi Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2019 10:51 Mynd sem Friðrik Brekkan tók af ferðamönnum á svellbunka við Geysi. Friðrik Brekkan Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent