Lífið

Bein útsending: Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nýársspáin er jafnan ein vinsælasta spá ársins.
Nýársspáin er jafnan ein vinsælasta spá ársins.

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spárnar fyrir nýja árið birtust í morgun. 

Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins. 

Siggu Kling verður í beinni útsendingu á Facebook Live í dag og býðst lesendum að bera fram spurningar um allt milli himins og jarðar. 

Útsendingin hefst klukkan 14:00. Sigga ætlar að gera sitt besta til að svara öllum spurningum og reyna þannig skyggnast inn í líf okkar lesenda. Hún getur einnig sagt ýmislegt um fortíð lesenda og framtíð þeirra ef þeir biðja hana um að rýna í fæðingardag sinn. Spákonan biðlar til lesenda Vísis að koma með einlægar spurningar sem koma frá hjartanu. Ekki sé nóg að senda aðeins fæðingardaginn.

Útsendingin verður aðgengileg hér á Vísi síðar í dag en hún fer fram í gegnum Facebook-síðu Vísis og hægt er að horfa á hana þar.

Klippa: Sigga Kling spáir fyrir lesendum - janúar 2019


Tengdar fréttir

Nýársspá Siggu Kling – Nautið: Þú átt það svo skilið að búa í höll

Elsku Nautið mitt, það er að ganga í garð bæði spennandi og óvenjulegt ár, þú finnur kraftinn streyma til þín strax í byrjun janúar, tekur ákvarðanir sem þú stendur ótrauður við, og ef þú værir á veðhlaupabraut myndir þú veðja á réttan hest nákvæmlega í janúar eða febrúar, það er tíminn til að spenna bogann hærra en þú bjóst við og þú skýtur jafnvel hærra en þú miðaðir á.

Nýársspá Siggu Kling – Tvíburinn: Þú færð stöðuhækkun seinnipart árs

Elsku Tvíburinn minn, það fer nú oft í taugarnar á þér svona óveður og svartnætti eins og er oft á landinu okkar góða, en það er eins og þú sért búinn að koma þér upp tækni til að útiloka veðrið og myrkrið og eins er mjög mikilvægt þú útilokir svartsýni því hún veldur bara kvíða.

Nýársspá Siggu Kling – Fiskurinn: Púslin raðast upp í sumar

Elsku Fiskurinn minn, þér gæti fundist þú vera andsetinn svo margt er búið að fara í taugarnar á þér, gera þig pirraðan og koma þér í tilfinningalegt ójafnvægi. Þessi orka mun svo aldeilis breytast núna í janúar, því þú veist alveg hvernig þú ferð að því að henda álaginu af þér og taka lífinu léttar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.