Nýársspá Siggu Kling – Nautið: Þú átt það svo skilið að búa í höll Sigga Kling skrifar 4. janúar 2019 09:00 Elsku Nautið mitt, það er að ganga í garð bæði spennandi og óvenjulegt ár, þú finnur kraftinn streyma til þín strax í byrjun janúar, tekur ákvarðanir sem þú stendur ótrauður við, og ef þú værir á veðhlaupabraut myndir þú veðja á réttan hest nákvæmlega í janúar eða febrúar, það er tíminn til að spenna bogann hærra en þú bjóst við og þú skýtur jafnvel hærra en þú miðaðir á. Ef þú ert í þeirri aðstöðu að vera eða að þurfa gera meiri kröfur á eitthvað eða til einhvers þá ertu svo örugglega sigurvegari í þeim aðstæðum og uppskerð jafnvel meira en þú bjóst við. Seinni hluta af febrúar og fram í byrjun apríl verður þú að sortera margt í umhverfi þínu, svona eins og einhverskonar uppgjör; þú skilur eftir það sem þú ekki vilt hafa með þér, gefur, hendir eða heldur upp á annað, þú velur. Þú átt það svo skilið að búa í höll, því þú elskar að hafa allt svo smart og mikilfenglegt, það sem ég myndi ráðleggja þér er að hafa gnægð spegla í kringum þig því þeir hafa svo óendalega mikil áhrif á hvernig þér líður. Kraftmesti tími þinn á árinu verður vorið og þú færð ótrúlega kraft til að velja hvernig þú vilt hafa þetta ár því sú orka sem streymir umhverfis þig á þessum vormánuðum margfaldast og lætur þínar óskir rætast. Það verður eins og þú sjáir tækifærin allt í kring og þessi tími er nýtt upphaf til tíu mánaða, þú sérð stigann, hvert hann leiðir og þú tekur skrefin sem þarf. Talan átta er áberandi hjá þér þetta árið og táknar hið endalausa, því þessi tala gefur þér orku til að bylta steinum við og byggja hús, færir þér sem sagt þor til að framkvæma það sem þú hefur ekki þorað áður og þessi tala verður sterkari og sterkari eftir því sem líða tekur á árið. Þú færð kjark til að taka svo miklar ákvarðanir, eins og til dæmis það að skilja ef þú hefur átt í löngu og erfiðu sambandi og að vísa á bug þeim sem hafa lagt þig í einelti eða haldið þér niðri í lífinu. Á haustmánuðum er eins og ljós lýsi úr hjarta þínu, svo mikið hefur hreinsast og myndað svo mikið pláss fyrir nýjar tilfinningar, ást á veröldinni, lífinu í allri sinni dýrð, því á þessu ári muntu þrífast á áskorunum og gefast aldrei upp. Öll hreyfing mun virka eins og hugleiðsla á þig, svo ég segi við þig eins og við sjálfa mig,: Drífðu þig af stað elsku Sigga mín, þó ég fari því miður ekki nógu oft eftir því, labba ég svo sannarlega oft um með símann minn, sem er jú hreyfing þó aðrir sjái það ekki endilega þannig. Á þessu ári færðu svo miklu meira frelsi til að fara þínar eigin leiðir, sem fá þig vaxa og dafna bæði andlega og líkamlega.Fræg Naut: Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, Hannes Þór Halldórsson markvörður, Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður, Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, Ellý Ármanns fjölmiðlakona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson, Álfheiður Ingadóttir þingkona, Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, Rúnar Freyr Gíslason leikari, Garðar Thor Cortes söngvari, Helga Möller söngkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, Pétur Jóhann Sigfússon, Addi Exos dj-snillingur, Davíð Rúnar Bjarnason, boxari, Þórunn Pálsdóttir fasteignasali, Silla Páls, ljósmyndari og listamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Elsku Nautið mitt, það er að ganga í garð bæði spennandi og óvenjulegt ár, þú finnur kraftinn streyma til þín strax í byrjun janúar, tekur ákvarðanir sem þú stendur ótrauður við, og ef þú værir á veðhlaupabraut myndir þú veðja á réttan hest nákvæmlega í janúar eða febrúar, það er tíminn til að spenna bogann hærra en þú bjóst við og þú skýtur jafnvel hærra en þú miðaðir á. Ef þú ert í þeirri aðstöðu að vera eða að þurfa gera meiri kröfur á eitthvað eða til einhvers þá ertu svo örugglega sigurvegari í þeim aðstæðum og uppskerð jafnvel meira en þú bjóst við. Seinni hluta af febrúar og fram í byrjun apríl verður þú að sortera margt í umhverfi þínu, svona eins og einhverskonar uppgjör; þú skilur eftir það sem þú ekki vilt hafa með þér, gefur, hendir eða heldur upp á annað, þú velur. Þú átt það svo skilið að búa í höll, því þú elskar að hafa allt svo smart og mikilfenglegt, það sem ég myndi ráðleggja þér er að hafa gnægð spegla í kringum þig því þeir hafa svo óendalega mikil áhrif á hvernig þér líður. Kraftmesti tími þinn á árinu verður vorið og þú færð ótrúlega kraft til að velja hvernig þú vilt hafa þetta ár því sú orka sem streymir umhverfis þig á þessum vormánuðum margfaldast og lætur þínar óskir rætast. Það verður eins og þú sjáir tækifærin allt í kring og þessi tími er nýtt upphaf til tíu mánaða, þú sérð stigann, hvert hann leiðir og þú tekur skrefin sem þarf. Talan átta er áberandi hjá þér þetta árið og táknar hið endalausa, því þessi tala gefur þér orku til að bylta steinum við og byggja hús, færir þér sem sagt þor til að framkvæma það sem þú hefur ekki þorað áður og þessi tala verður sterkari og sterkari eftir því sem líða tekur á árið. Þú færð kjark til að taka svo miklar ákvarðanir, eins og til dæmis það að skilja ef þú hefur átt í löngu og erfiðu sambandi og að vísa á bug þeim sem hafa lagt þig í einelti eða haldið þér niðri í lífinu. Á haustmánuðum er eins og ljós lýsi úr hjarta þínu, svo mikið hefur hreinsast og myndað svo mikið pláss fyrir nýjar tilfinningar, ást á veröldinni, lífinu í allri sinni dýrð, því á þessu ári muntu þrífast á áskorunum og gefast aldrei upp. Öll hreyfing mun virka eins og hugleiðsla á þig, svo ég segi við þig eins og við sjálfa mig,: Drífðu þig af stað elsku Sigga mín, þó ég fari því miður ekki nógu oft eftir því, labba ég svo sannarlega oft um með símann minn, sem er jú hreyfing þó aðrir sjái það ekki endilega þannig. Á þessu ári færðu svo miklu meira frelsi til að fara þínar eigin leiðir, sem fá þig vaxa og dafna bæði andlega og líkamlega.Fræg Naut: Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, Hannes Þór Halldórsson markvörður, Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður, Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, Ellý Ármanns fjölmiðlakona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson, Álfheiður Ingadóttir þingkona, Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, Rúnar Freyr Gíslason leikari, Garðar Thor Cortes söngvari, Helga Möller söngkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, Pétur Jóhann Sigfússon, Addi Exos dj-snillingur, Davíð Rúnar Bjarnason, boxari, Þórunn Pálsdóttir fasteignasali, Silla Páls, ljósmyndari og listamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira