Fótbolti

Sterkur hópur fyrir fyrsta landsleik Jóns Þórs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Þór er hann tók við liðinu.
Jón Þór er hann tók við liðinu. vísir/vilhelm
Kvennalandslið Íslands spilar æfingaleik gegn Skotum á La Manga á Spáni 21. janúar. Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir það verkefni.

Liðið fer til Spánar 16. janúar og verður saman úti í fjóra daga áður en kemur að leiknum gegn Skotum. Leikurinn verður sá fyrsti undir stjórn Jóns Þórs.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, aðalmarkvörður og varafyrirliði landsliðsins, er ekki með en hún gekkst undir stóra aðgerð þegar keppnistímabilinu lauk í Svíþjóð og er ekki tilbúin til leiks. Þá er Dagný Brynjarsdóttir enn að ná sér af meiðslum.



Elísa Viðarsdóttir er hins vegar komin inn í hópinn á nýjan leik eftir að hafa slitið krossband og verið í barneignarleyfi. 

Tveir leikmenn í hópnum hafa ekki leikið landsleik, þær Alexandra Jóhannsdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.

Íslenska liðið heldur heim aftur að loknum leiknum við Skota en fer svo á Algarve mótið um mánaðarmót febrúar og mars. Undankeppni EM 2021 hefst svo í september. 

Hópurinn:



Markmenn: 

Sonný Lára Þráinsdóttir

Sandra Sigurðardóttir

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir

Varnarmenn:

Hallbera Guðný Gísladóttir

Sif Atladóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Anna Björk Kristjánsdóttir

Elísa Viðarsdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Guðrún Arnardóttir

Anna Rakel Pétursdóttir

Miðjumenn:

Sara Björk Gunnarsdóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Sigríður Lára Garðarsdóttir

Selma Sól Magnúsdóttir

Andrea Rán Hauksdóttir

Alexandra Jóhannsdóttir

Sóknarmenn:

Fanndís Friðriksdóttir

Rakel Hönnudóttir

Elín Metta Jensen

Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Agla María Albertsdóttir

Svava Rós Guðmundsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×