Opnum vonandi dyrnar fyrir íslenska leikmenn í Ástralíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. janúar 2019 23:30 Fanndís, hér í leik gegn Tékklandi í undankeppni HM, nálgast hundrað leiki fyrir Íslands hönd. Fréttablaðið/ernir Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir skoraði á dögunum fyrsta mark sitt fyrir Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni þar sem hún leikur við hlið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Fanndís jafnaði metin skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-2 sigri Adelaide sem hefur unnið tvo leiki í röð og er með fimmtán stig eftir átta leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir er Adelaide búið að bæta stigamet félagsins í efstu deild. Liðið hefur aldrei komist í úrslitakeppnina, mest náð fjórtán stigum og lenti í neðsta sæti í fyrra en með íslensku landsliðskonurnar innanborðs hefur gengi liðsins snúist við. Eftir átta umferðir er Adelaide aðeins stigi frá toppsætinu og hefur aðeins tapað einum leik. Aðspurð sagði Fanndís að árangurinn hefði verið betri en hún bjóst við. „Þetta er búið að ganga framar vonum miðað við styrkleika liðanna í deildinni. Markmiðið var að gera betur en í fyrra þegar liðið lenti í neðsta sæti og þegar stutt er eftir eigum við möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Fanndís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í Ástralíu. Íslensku leikmennirnir eru komnir í leiðtogahlutverk. „Við Gunnhildur höfum reynt að segja þeim að allt sé hægt, þetta er ungt lið og við höfum verið að vinna í hugarfarinu með þeim. Þær voru kannski aðeins of varasamar en við finnum að andinn er orðinn betri. Það smitast út og við förum í alla leiki til að vinna þá sem skilar betri frammistöðu og úrslitum.“ Fanndís kann Gunnhildi bestu þakkir en Gunnhildur mælti með liðsfélaga sínum hjá landsliðinu þegar forráðamenn Adelaide voru að leita eftir sóknarsinnuðum leikmanni. „Ég verð að þakka henni, hún samdi við félagið þegar þjálfarinn spurði um framliggjandi leikmann. Ég var svo heppin að vera efst á blaði hjá henni,“ sagði Fanndís hlæjandi. Fagmennskan í deildinni og umgjörðin heillar Fanndísi sem hefur einnig leikið í Noregi, Frakklandi og á Íslandi. „Þetta er sterkari deild en bæði Pepsi-deildin og sú norska en stærstu liðin í Frakklandi, PSG og Lyon eru sterkari. Það er mikil fagmennska hérna, meiri en ég bjóst við og öll umgjörðin er frábær. Það koma frábærir leikmenn á láni frá Bandaríkjunum sem gerir þessa deild skemmtilega,“ sagði Fanndís sem gæti hugsað sér að koma aftur. „Leikjadagskráin hér passar fullkomlega fyrir bandarísku deildina og þær skandinavísku. Ég kaus að taka undirbúningstímabilið hér í sól og blíðu sem er talsvert betra en íslenski veturinn ef ég á að vera hreinskilin. Ég er alveg í skýjunum yfir að hafa stokkið á þetta því þetta gæti verið einstakt tækifæri. Ég myndi hiklaust mæla með þessu,“ sagði Fanndís og hélt áfram: „Liðin hérna horfa mikið til Bandaríkjanna en þau verða kannski opnari fyrir Íslandi núna eftir að hafa séð okkur Gunnhildi leika þótt liðin megi bara vera með fjóra erlenda leikmenn.“ Þrátt fyrir að vera að lifa atvinnumannsdrauminn hinum megin á hnettinum stefnir hún á að koma aftur í Pepsi-deildina og leika með Val í sumar. „Þetta er ævintýri sem tekur sinn enda, ég er á lánssamningi og ég mun snúa aftur í Val þegar tímabilinu lýkur hér. Mér finnst gaman að spila í Pepsi-deildinni og næ núna öllu tímabilinu eftir að hafa komið inn um mitt tímabil í fyrra. Þegar ég var í Frakklandi fann ég að ég vildi koma heim og spila í íslensku deildinni svo að ég er spennt að koma aftur,“ sagði hún glaðbeitt að lokum. Fótbolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Sjá meira
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir skoraði á dögunum fyrsta mark sitt fyrir Adelaide United í áströlsku kvennadeildinni þar sem hún leikur við hlið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Fanndís jafnaði metin skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-2 sigri Adelaide sem hefur unnið tvo leiki í röð og er með fimmtán stig eftir átta leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir er Adelaide búið að bæta stigamet félagsins í efstu deild. Liðið hefur aldrei komist í úrslitakeppnina, mest náð fjórtán stigum og lenti í neðsta sæti í fyrra en með íslensku landsliðskonurnar innanborðs hefur gengi liðsins snúist við. Eftir átta umferðir er Adelaide aðeins stigi frá toppsætinu og hefur aðeins tapað einum leik. Aðspurð sagði Fanndís að árangurinn hefði verið betri en hún bjóst við. „Þetta er búið að ganga framar vonum miðað við styrkleika liðanna í deildinni. Markmiðið var að gera betur en í fyrra þegar liðið lenti í neðsta sæti og þegar stutt er eftir eigum við möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Fanndís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í Ástralíu. Íslensku leikmennirnir eru komnir í leiðtogahlutverk. „Við Gunnhildur höfum reynt að segja þeim að allt sé hægt, þetta er ungt lið og við höfum verið að vinna í hugarfarinu með þeim. Þær voru kannski aðeins of varasamar en við finnum að andinn er orðinn betri. Það smitast út og við förum í alla leiki til að vinna þá sem skilar betri frammistöðu og úrslitum.“ Fanndís kann Gunnhildi bestu þakkir en Gunnhildur mælti með liðsfélaga sínum hjá landsliðinu þegar forráðamenn Adelaide voru að leita eftir sóknarsinnuðum leikmanni. „Ég verð að þakka henni, hún samdi við félagið þegar þjálfarinn spurði um framliggjandi leikmann. Ég var svo heppin að vera efst á blaði hjá henni,“ sagði Fanndís hlæjandi. Fagmennskan í deildinni og umgjörðin heillar Fanndísi sem hefur einnig leikið í Noregi, Frakklandi og á Íslandi. „Þetta er sterkari deild en bæði Pepsi-deildin og sú norska en stærstu liðin í Frakklandi, PSG og Lyon eru sterkari. Það er mikil fagmennska hérna, meiri en ég bjóst við og öll umgjörðin er frábær. Það koma frábærir leikmenn á láni frá Bandaríkjunum sem gerir þessa deild skemmtilega,“ sagði Fanndís sem gæti hugsað sér að koma aftur. „Leikjadagskráin hér passar fullkomlega fyrir bandarísku deildina og þær skandinavísku. Ég kaus að taka undirbúningstímabilið hér í sól og blíðu sem er talsvert betra en íslenski veturinn ef ég á að vera hreinskilin. Ég er alveg í skýjunum yfir að hafa stokkið á þetta því þetta gæti verið einstakt tækifæri. Ég myndi hiklaust mæla með þessu,“ sagði Fanndís og hélt áfram: „Liðin hérna horfa mikið til Bandaríkjanna en þau verða kannski opnari fyrir Íslandi núna eftir að hafa séð okkur Gunnhildi leika þótt liðin megi bara vera með fjóra erlenda leikmenn.“ Þrátt fyrir að vera að lifa atvinnumannsdrauminn hinum megin á hnettinum stefnir hún á að koma aftur í Pepsi-deildina og leika með Val í sumar. „Þetta er ævintýri sem tekur sinn enda, ég er á lánssamningi og ég mun snúa aftur í Val þegar tímabilinu lýkur hér. Mér finnst gaman að spila í Pepsi-deildinni og næ núna öllu tímabilinu eftir að hafa komið inn um mitt tímabil í fyrra. Þegar ég var í Frakklandi fann ég að ég vildi koma heim og spila í íslensku deildinni svo að ég er spennt að koma aftur,“ sagði hún glaðbeitt að lokum.
Fótbolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Sjá meira