Fótbolti

Mourinho hafnaði viðræðum við Benfica

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mourinho er atvinnulaus
Mourinho er atvinnulaus vísir/Getty
Jose Mourinho þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta atvinnutilboðinu eftir að hafa verið látinn taka pokann sinn hjá Manchester United þann 18.desember síðastliðinn.

Portúgalska stórveldið Benfica leitar nú að knattspyrnustjóra eftir að félagið lét Rui Vitoria fara síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt þarlendum fjölmiðlum var Mourinho efstur á blaði hjá forráðamönnum félagsins en hann hafnaði því að fara í viðræður við félagið.

Mourinho hefur ekki þjálfað í heimalandinu síðan árið 2004 þegar hann yfirgaf Porto til að taka við Chelsea. Hann starfaði fyrir Benfica um stutt skeið árið 2000 en það var í fyrsta skipti sem Mourinho var aðalþjálfari.

Benfica er sigursælasta lið Portúgals en hefur verið í vandræðum á tímabilinu og situr nú í 4.sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Porto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×